Siglufjarðarvegur enn lokaður

Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla og hefur verið síðan á fimmtudagskvöld. Eina leiðin til Siglufjarðar er í gegnum Héðinsfjarðargöng því ekki er enn búið að opna Siglufjarðarskarðið þetta sumarið.