Siglufjarðarvegi var lokað síðdegis í dag vegna veðurs. Öxnadalsheiði var einnig lokað og verður ekki opnuð aftur í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Lágheiðin er einnig lokuð. Slæmt útlit er fyrir kvöldið og nóttina á norðan- og austanverðu landinu.