Vegna yfirvofandi óveðurs eftir hádegi á morgun þurfa vegfarendur að gera ráðstafanir í tíma. Spáð er óvenju hvössu með stórhríð og miklu kófi frá Eyfjafirði og vestur á Snæfellsnes.
Á heimasíðu Vegagerðarinnar má sjá lista af vegum sem verða mögulega lokaðir á morgun.
Miðað við veðurspá gæti þurft að loka einhverjum vegum á meðan veðrið sem spáð er gengur yfir. Þeir vegir sem mestar líkur eru á að þurfi að loka eru í töflunni hér að neðan. Ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – verður tekið mið af því. Reynt verður eftir megni að halda aðalleiðum opnum.
Mögulegar lokanir á Norðurlandi:
Öxnadalsheiði, Ólafsfjarðarmúli, Siglufjarðarvegur, Þverárfjall, Vatnsskarð, Húnavatnssýslur og Holtavörðuheiði. Ítarlegri listi er á vef Vegagerðarinnar.