Sigló hótel golfmót fer fram á Siglógolf á Siglufirði, laugardaginn 3. ágúst. Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin auk nándarverðlauna.  Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 2. ágúst.  Leikið verður punktakeppni með forgjöf og spilað verður í karla og kvennaflokki.

Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki og nándarverðlaun á par 3 brautum.

Skylda er að skrá sig í gengum golf.is á mótið.

Mæta tímanlega og byrjað að spila kl.10:00 og ræst út af öllum teigum.

Ef þátttaka fer yfir 52 manns þá þarf að ræsa fyrsta hópinn kl.08:30 af öllum teigum svo aftur kl.13:00 seinni hópinn og verðlaunaafhending kl.17:30.

 

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

  1. verðlaun: Gisting í svítu með morgunverði á Sigló Hóteli
  2. verðlaun: Gisting í delux herbergi með morgunverði á Sigló Hóteli
  3. verðlaun: Gisting í classic herbergi með morgunverði á Sigló Hóteli

Nándarverðlaun:

6. braut: 2ja rétta kvöldverður á Hannes Boy fyrir tvo
7. braut: 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo á veitingastaðnum Sunnu á Sigló Hóteli
9. braut: Fiskur dagsins á Hannes Boy fyrir tvo