Sögustaðir & skáld

Í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 17.00 opnar á Amtsbókasafninu sýningin Sögustaðir & skáld: Frönsk menningararfleifð í túlkun rithöfunda. Stofnunin Centre des monuments nationaux, sem hefur umsjón með sögulegum frönskum minjum, bað á síðasta ári 100 rithöfunda um að skrifa texta um sögustað eða söguminjar í Frakklandi. Hvert viðfangsefni er nálgast á tvennan hátt, annars vegar fá aðilarnir frjálsar hendur til að tjá sig skáldlega um staðinn eða hlutinn og hins vegar fjalla þeir sögulega um viðfangsefnið.

Powered by WPeMatico