Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur sett upp ljósmyndasýningu utan á menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði, líkt og gert hefur verið undanfarin misseri.  Myndirnar sem eru núna til sýnis eru teknar á óvenjulegum stöðum í Ólafsfirði.

Tilgangur myndanna er að auðga mannlífið í miðbæ Ólafsfjarðar og vekja athygli gesta á því sem vert er að skoða.

Tjarnarborg
Ljósmynd: Alda María Traustadóttir.