Til stóð að opna skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði um næstu helgi, en veðurfar hefur verið óhagstætt vegna hlýinda og skúra. Snjór á T-lyftusvæðinu og Neðstasvæðinu er horfinn og því mun opnun skíðasvæðsins seinka.