Skemmtiferðaskipið Seabourn Quest er nú statt á Siglufirði og ferjar farþega frá borði með litlum bátum. Seabourn Quest er með um 450 farþega sem stoppa til kl. 17:00 á Siglufirði, en skipið kom frá Akureyri. Skipið er eitt af þeim stærri sem kemur til Siglufjarðar í sumar, en í því eru 229 herbergi. Með skipinu eru 330 áhafnarmeðlimir og er skipið frekar nýlegt, byggt árið 2011.