Enn finnst sauðfé á lífi á Norðurlandi eftir að að hafa verið grafið í fönn í átján daga. Í gær björguðu bændur og björgunarsveitarmenn ríflega hundrað ám á svæðinu.

Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn hvaðanæva að á landinu hafa aðstoðað bændur um helgina við að grafa fé úr fönn. Leitin hefur einkum og sér í lagi verið í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum. Undrum sætir að enn skuli finnast sauðfé á lífi en í dag eru tæpar þrjár vikur síðan illviðrið gekk yfir sem varð til þess að fé á beit grófst undir fönninni.

 

Heimild: www.ruv.is