Undankeppnin Samfés fyrir Norðurland var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð sl. föstudag og voru þar um 620 unglingar sem skemmtu sér mjög vel. Það voru 13 atriði frá Norðurlandi sem tóku þátt, en nokkrir skólar urðu frá að hverfa vegna veðurs, en m.a. snéru rútur við sem komu frá Ólafsfirði og Siglufirði. Fimm laganna komast áfram í aðalkeppnina sem haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík þann 3. mars.
Þau atriði sem komust áfram voru frá Sauðárkróki, Hrafnagili, Skagaströnd, Akureyri og Húsavík. Meðfylgjandi myndband er af atriði frá Sauðárkróki en þar eru Bergrún Sól Áskelsdóttir sem syngur, Sunna Líf Óskarsdóttir á píanó og Daníel Logi Þorsteinsson á gítar.