Sauðárkrókshöfn markaðssett fyrir skemmtiferðaskip

Atvinnu-,menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt fyrirhugaða þátttöku í Cruise Iceland og Cruise Shipping Iceland þar sem Sauðárkrókshöfn verður kynnt sem ákjósanlegur kostur fyrir skemmtiferðaskip að eiga viðkomu í. Á Norðurlandi stoppa skipin frá Cruise Iceland nú þegar á Siglufirði, Akureyri og Húsavík.