Sápuboltamótið í Ólafsfirði verður haldið laugardaginn 20. júlí næstkomandi og hefur þessi veisla verið að stækka síðustu árin og verið vinsæll viðburður í Ólafsfirði. Skráningu í mótið er nú lokið samkvæmt upplýsingum á heimasíðu mótsins og munu 26 lið taka þátt í ár. Í Sápuboltamótinu eru fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í liði). Mótið fer fram á dúk sem er 15×20 á stærð og notast er við handboltamörk. 18 ára aldurstakmark er í mótið. Sápuboltamótið var fyrst haldið árið 2017 og er nú haldið í þriðja sinn, umgjörð og stærð mótsins hefur stækkað ár frá ári. Engir þátttakendur hafa orðið fyrir meiðslum í þessum mótum að sögn umsjónarmanna mótsins.

Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófinu sem fram á laugardagskvöldinu.

Mótið hefst á riðlakeppni þar sem hver leikur er 10 mínútur með fjórum leikmönnum inná í hverju liði. Eftir riðlakeppni hefst úrslitakeppni. Síðar um kvöldið verður lokahóf og ball í menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem Stuðlabandið leikur fyrir dansi, og er húsið opið öllum og greitt við hurð.

Leikreglur eru eftirfarandi:
– Þú hittir inn í markið þú skorar
– 4 inn á í einu.
– 2×5 mín
– Frjálsar skiptingar
– Dómari ákveður refsingar og refsiverð brot

Image may contain: one or more people, tree, shoes, outdoor and natureImage may contain: 2 people, outdoor

Image may contain: one or more people and outdoor

Image may contain: 6 people, people smiling, people standing and outdoor