Aðstandendur Sápuboltamótsins í Ólafsfirði hafa ákveðið að halda mótið í ár þann 18. júlí. Mótið verður minna í sniðum en undanfarin ár og verður mótsgjaldið lækkað. Kvöldskemmtun eftir mótið er enn óstaðfest.

Skráningargjald er 3.500 kr. á hvern liðsmann (Einn liðsmaður greiðir fyrir allt liðið).

-Inni í því gjaldi er þátttökupassi á Sápuboltamótið.

Til þess að skrá lið þarf að senda facebook skilaboð þar sem fram kemur;
-Nafn liðs
-Fjöldi liðsmanna
-Fyrirliði liðsins

Þá fáiði skilaboð til baka um það hvernig skráningargjaldið er greitt.
Skráning er ekki staðfest fyrr en greiðsla hefur borist.

LEIKREGLUR
-Fjórir inni á vellinum í hvoru liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í hverju liði).
-Hver leikur er 1×10 mín.
-Frjálsar skiptingar.
-Dómari ákveður refsingar fyrir brot.
-Spilað á tánum

Á sápuboltamótinu hefur verið rík hefð fyrir því að liðin mæti til leiks í skrautlegum búningum og hvetjum við lið til að halda þeirri hefð áfram.

Eftir mót verða verðlaun veitt fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum.

ALDURSTAKMARK
Mótið er einungis ætlað einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri.