Eldri nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði taka þátt í samstarfsverkefni með Menntaskólanum á Tröllaskaga. Börnin af leikskólanum komu í heimsókn með myndir sem þau höfðu teiknað og munu nemendur starfsbrautar MTR semja sögur útfrá hverri mynd. Börnin teiknuðu flest myndir af fólki, tröllum og öðrum hlutum, en myndefnið var frjálst.
Hugmyndin að þessu skemmtilega samstarfsverkefni eiga hjónin Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson. Hann er umsjónarmaður starfsbrautar MTR en hún er iðjuþjálfi bæði í leikskólanum og í MTR. Sögurnar með myndum verða á sýningu skólans á verkum nemenda í desember næstkomandi.
Menntaskólinn á Tröllaskaga greinir frá þessu á vef sínum.
