Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að hefja samstarf milli íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar óskuðu eftir því við nefndina að komið yrði á formlegu samstarfi milli sveitarfélaganna í samnýtingu sund- og líkamsræktarkorta. Þeir sem eiga gild tímabilskort hjá annarri íþróttamiðstöðinni geta því fengið aðgang að líkamsrækt eða sundi í allt að tvö skipti á viku á hvorum stað.

Að auki verði tímabundinn aðgangur fyrir korthafa þegar annar aðilinn er með lokað vegna viðhalds eða þrifa.

Heimild: fjallabyggd.is

Mynd: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon