Knattspyrnudeild Hvatar og Arion banki hafa gert með sér samstarfssamning til eins árs um að Smábæjaleikarnir árið 2012 beri nafn bankans og verði Smábæjaleikar Arion banka. Um leið gerist bankinn einn af aðalstyrktaraðilum mótsins en undanfarin ár hafa SAH afurðir og Kjarnafæði styrkt mótið með myndarlegum hætti.

Þá eru samningsaðilar sammála um að setjast niður að mótinu loknu með áframhaldandi samstarf í huga, enda líta aðilar svo á að þessi samningur sé einungis til reynslu og vonandi byrjunin á góðu samstarfi knattspyrnudeildar Hvatar og Arion banka. Sönghópurinn Blár Ópal mun sjá um að skemmta á Smábæjaleikum Arion banka árið 2012.

Þetta kemur fram á arionbanki.is.