Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki í ár – og verður þeim úthlutað í tvennu lagi. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarf og sértækrar útgáfustarfsemi.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur í fyrri úthlutun er 4. júní en í seinni úthlutun 12. október.

Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eftirtaldir styrkir:

  • 5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.
  • 5 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver
  • 10 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver.

Verkefni sem koma einkum til greina eru:

  • starf mannúðarsamtaka og líknarfélaga
  • menning og listir
  • menntamál, rannsóknir og vísindi
  • forvarnar- og æskulýðsstarf
  • sértæk útgáfuverkefni

Verkefni sem alla jafna ekki koma til greina eru:

  • nýsköpunar- og sprotaverkefni – sérstakir nýsköpunarstyrkir veittir
  • umhverfismál – sérstakir umhverfisstyrkir veittir
  • afreksmenn í íþróttum – sérstakir afreksstyrkir veittir
  • starfsemi íþróttafélaga
  • almenn bókaútgáfa, gerð almenns námsefnis og útgáfa geisladiska
  • utanlandsferðir listamanna og listhópa