Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar hefur úthlutaði styrkjum fyrir árið 2019. Í stjórn sjóðsins eru Elsa Guðrún Jónsdóttir, Jón Hrólfur Baldursson, og Sigurður Friðfinnur Hauksson. Í ár er úthlutaði 20 styrkjum sem hljóða upp á samtals  9.535.000 kr.

Úthlutunarreglur sjóðsins eru: 

Stjórn sjóðsins mun veita styrki til samfélags- og/eða menningarmála á Siglufirði. Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir á Siglufirði.

Styrkir geta verið veittir í einni upphæð við upphaf verkefnis eða eftir framgangi verks. Ef greitt er eftir framgangi verks hefur stjórnin heimild til að kalla eftir áfangaskýrslu og öðrum gögnum.

Í ár hlaut Síldarminjasafnið stærsta styrkinn og Töfrateppið KÁT. Síldarminjasafnið vegna Ljósmyndasafns og Töfrateppið vegna kaup á skíðabarnalyftu/teppi.

Þá hlaut Siglufjarðarkirkja 900.000 kr. styrk vegna hljóðkerfis og Siglufjarðarkirkjugarður 800.000 kr. styrk vegna innkeyrsluhliðs og minningarreits. Þjóðlagahátíðin fékk 400.000 kr vegna reksturs og tónleikahalds og Alþýðuhúsið fékk 300.000 kr. vegna menningarviðburða. Félag um Ljóðasetur Íslands fékk 200.000 kr. vegna menningarstarfs og Félag um Síldarævintýrið fékk 150.000 kr. vegna fjölskylduhátíðar.

Allt metnaðarfullir styrkir að vanda.

Á síðasta ári var úthlutað 25 styrkjum fyrir samtals  6.570.000 kr, og árið 2017 var úthlutað  9.535.000 til 20 aðila, nákvæmlega sama upphæð og í ár.