Vegna veðurs verður ekkert af fyrirhuguðum tónleikum Sálarinnar sem vera átti í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki. Samkvæmt tilkynningu frá Videosport hefur verið ákveðið að færa tónleikana fram til 4. maí og er vonast til að sem flestir láti sjá sig þá.