Skemmtiferðaskipið Saga Sapphire var á Siglufirði í gær og voru um 600 farþegar í skipinu auk yfir 400 manns í áhöfn. Fjöldi farþega fékk leiðsögn um bæinn og heimsóttu Bruggverksmiðjuna Segul 67, Kaffihús Fríðu, Síldarminjasafnið og fleiri góða staði í bænum. Hópurinn fór einnig upp á Hvanneyrarskálina með góðri leiðsögn Top Mountaineering.

Saga Sapphire lagðist til hafnar um kl. 10:00 og fór frá höfninni eftir kl: 20:00 í gær. Skipið kom frá Dover í Englandi, fór þaðan til Írlands og loks Reykjavíkur, Grundarfjarðar, Siglufjarðar, Seyðisfjarðar og Djúpavíkur. Skipið siglir svo þaðan til baka til Írlands og Englands.

Skipið var byggt árið 1981 og var þá kallað MS Europa, árið 1999 var það selt og endurnefnt sem Superstar Europe og síðar sem Superstar Aires. Árið 2008 var skipið enn endurnefnt og hét nú Blue de France, en árið 2010 var skip selt til Saga Cruises skipafélagsins og var endurnefnt í Saga Sapphire.