Það var líf og fjör í Sæplast í vikunni þegar börn sem eru að byrja í 1. bekk í Dalvíkurskóla og Árskógsskóla í Dalvíkurbyggð fengu afhendar skólatöskur að gjöf frá fyrirtækinu. Öll börnin voru ánægð með gjöfina og mikil tilhlökkun að hefja skólagönguna. Frábært framtak hjá Sæplast á Dalvík sem börn og foreldrar barna kunna svo sannarlega að meta.

Mynd frá Sæplast.