Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og tilmæla Almannavarna Ríkisins hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sæluviku Skagfirðinga sem fara átti fram vikuna 26. apríl – 3. maí 2020. Til skoðunar er að halda Sæluviku Skagfirðinga á haustmánuðum eða mögulega að færa til næsta árs. Verður ákvörðun tilkynnt síðar.