Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagins Skagafjarðar hefur samþykkt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok september. Hátíðin verður haldin dagana 27. september til 3. október 2020.

Vegna aðstæðna í samfélaginu af völdum Covid-19 var ekki unnt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl eins og hefð er fyrir.