Rússneska kvikmyndavikan á Íslandi fer nú fram í sjöunda sinn. Að henni standa Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi með stuðningi Menningarmálaráðuneytis Rússlands og iCan ehf. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands.
Föstudagskvöldið 20. september nk. verða sýndar tvær kvikmyndir í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins. Sýningin hefst kl. 20:00.
Fyrst verður sýnd ein fyrsta sovéska heimildamyndin um Ísland. Myndin heitir Íslandsferðin og er frá árinu 1955. Í tilefni hátíðarinnar var myndin textuð og fylgir henni því íslenskur texti.
Í framhaldinu verður sýnd kvikmyndin Hamingjan er… eða Happiness is… en myndin er afrakstur verkefnis á vegum Walt Disney. Efnt var til samkeppni meðal rússneskra kvikmyndagerðarmanna og hæfustu leikstjórarnir og handritshöfundarnir verðlaunaðir með tækifæri til að framleiða sína fystu kvikmynd. Myndin kom út á þessu ári, 2019, og fjallar um hamingjuna. Myndin er á rússnesku en með enskum texta. Hér má sjá sýnishorn: youtube.com/watch?v=WTXPXMJEUYI
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!