Rúmlega 200 tóku þátt í Hjólreiðahelgi Greifans

Um síðustu helgi stóð Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir Hjólreiðahelgi Greifans. Þetta er árviss viðburður sem hefur farið stækkandi með hverju árinu. Alls tóku rúmlega 200 keppendur þátt í þremur viðburðum. Í fjögurra ganga mótinu, sem er götuhjólamót frá Siglufirði til Akureyrar, tóku um 90 keppendur þátt, á Sumarfögnuði Enduro Ísland voru þeir um 120 auk fjölda barna og unglinga sem hjóluðu götu- og torfæru brautir á Akureyri. Greifinn gerði 3 ára samstarfssamning við Hjólreiðafélag Akureyrar og tryggir þar með framhald viðburðarins næstu 3 árin.