Rökkurkórinn úr Skagafirði syngur á Dalvík

Í dag, föstudaginn 3. mars kl. 20:30 mætir Rökkurkórinn úr Skagafirði í Berg menningarhús á Dalvík með tónleika. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Ég vil fara upp í sveit.
Stjórnandi og undirleikari: Tom Higgerson
Höfundur texta milli laga: Björg Baldursdóttir
Aðgangseyrir 2.000 kr. – Enginn posi.