Róbert Guðfinnsson hefur áhyggjur af sumarlokun Leikskóla Fjallabyggðar

Róbert Guðfinnsson forstjóri Genis á Siglufirði hefur lýst áhyggjum sínum af sumarlokun leikskóla í Fjallabyggð, en það kemur fram í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 4. apríl. Leikskóli Fjallabyggðar lokar í fjórar vikur yfir sumarið eða frá 17. júlí til 15. ágúst.
Bæjarráð Fjallabyggðar ákvað að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag og fá tillögur til breytinga frá bæjarstjóra og leikskólastjóra.

Róbert vildi ekki tjá sig nánari um málið þegar til hans var leitað og vísaði á að málið væri á borði bæjarstjóra. Gunnar Birgisson staðfesti svo við Héðinsfjörð.is að málið væri í vinnslu og tillögur myndi liggja fljótlega fyrir.