Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 120 milljónir úr ríkissjóði til að koma til móts við tjón vegna óveðursins fyrir norðan í byrjun september. 224 jarðir urðu fyrir tjóni og þúsundir fjár drapst. Þetta kemur frá á rúv.is.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu Rúv að tjón væri metið á um 140 milljónir og nú væri komið í ljós að bjargráðasjóður væri ekki aflögufær um það. Það hafi því verið samþykkt samhljóða í ríkisstjórn að veita áðurnefndar upphæð úr ríkissjóði.

Heimild: rúv.is