Réttir Food Festival hófst um síðustu helgi og heldur áfram þessa helgina á Norðurlandi vestra. Hátíðin er nú haldin í fyrsta skiptið og eru það veitingahúsaeigendur og framleiðendur sem standa að þessari flottu matarhátíð.

Þeir ætla að bjóða gestum sínum upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Það verða fjölmargar uppákomur um helgina allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.

Í dag verður af nægu að taka, B&S Restaurant verður með Kótilettudag frá kl: 12 – 20, verð: 3.500. Á Brimslod Atelier Guesthouse verður opið hús frá kl: 12 -15, starfsemin kynnt og hægt að kaupa Humarsúpu á 2.000 kr. Hægt verður að taka upp kartöflur á Sveitasetrid Hofstadir frá kl: 13 – 15, verð 190 kr/kg. Á Sveitasetrið Gauksmýri verður grillveisla frá kl: 19 – 21, verð: 4.900. Fjölskylduhátíð verður á Hótel Varmahlíð frá kl:13 – 16, verð: 3.000. Götubiti verður á North West Hotel & Restaurant á meðan opið er, verð: 2.790. Skrúðvangur Gróðurhús á Laugarbakka verður með opið hús frá kl: 10 – 16. Á Stóra-Ásgeirsá Horse rental and Farm stay – accommodation in Iceland verður boðið upp á Kjötsúpu, bar og lifandi tónlist frá kl: 14 – 22, verð: 2.000.

Mynd frá Hótel Varmahlíð.