Hægt er að panta tíma hjá læknum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi með rafrænum hætti, en slíkt hefur ekki verið hægt að gera hjá opinberum heilbrigðisstofnunum hér á landi til þessa. Annars-staðar þarf að panta viðtal við lækni símleiðis.

Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, segir kerfið einfalt í notkun, fleiri heilbrigðisstofnanir taki án efa upp slíkt bókunarkerfi á næstunni. Hann segist ekki efast um að fólk taki þessu vel enda þjóðin vel tæknivædd. Á heimasíðu stofnunarinnar er sömuleiðis hægt óska eftir endurnýjun lyfseðla. Og kostnaðurinn við kerfið er ekki mikill, eða rétt um eitthundrað þúsund krónur.

Snorri Björnsson, heilsugæslulæknir, segir þetta þýða það að heilsugæslan sé orðin opnari og auki aðgengi fólks. Þetta sé enn einn möguleiki til þess að nálgast lækna og í þessu felist aukin þjónusta.

Heimild:Rúv.is