Vegna vinnu í aðveitustöð í Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní.
Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til kl. 04:00 um nóttina.
Rafmagnstruflanir verða í Fljótum, Sléttuhlíð, Hofsós, Unadal og Deildardal kl. 23 að kvöldi fimmtudagsins og aftur að vinnu lokinni um kl. 04:00 aðfararnótt föstudags.
Keyrt verður varaafl á Sauðárkrók, Reykjaströnd og á austanverðum Skaga en búast má við truflunum og mögulegu rafmagnsleysi. Íbúar eru kvattir til að stilla rafmagnsnotkun í hóf þessa nótt.
RARIK Norðurlandi.