Rafmagn er komið Sauðárkrók og þann hluta Skagafjarðar sem sem var rafmagnslaus í dag. Ekki er fyllilega ljóst hvað orsakaði straumleysið og verður farið í mælingar á búnaði aðfararnótt fimmtudagsins 25. febrúar. Til þess  tíma eru íbúar Skagafjarðar beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Þetta kemur fram á vef Rarik nú í kvöld.