Rafmagn er aftur komið á meirihluta Skagafjarðar og stofnanir sveitarfélagsins eru að taka aftur við sér. Ráðhús sveitarfélagsins opnaði í dag þegar að rafmagn komst á að nýju í morgun. Skólastarf á Sauðárkróki er að komast í eðlilegt horf og voru bæði leik- og grunnskóli með kennslu í dag. Stefnt er að skólahald fari fram með eðlilegum hætti á morgun, föstudag.

Í Varmahlíð er mikið fannfergi og hefur skólahaldi í leik- og grunnskóla verið aflýst í dag. Stefnt er á að skólahald hefjist að nýju á morgun, föstudag, en foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum þess efnis.

Á Hofsósi og Hólum er víða þungfært. Starfsemi leikskóla hófst í dag og stefnt á eðlilega opnun á morgun föstudag. Öllu skólastarfi í Grunnskólanum austan vatna var aflýst í dag vegna ófærðar og er verið að skoða með skólastarf á morgun, föstudag. Eru foreldrar og forráðamenn barna beðnir um að fylgjast með tilkynningum þess efnis.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum.