Líftæknifyrirtækið Primex ehf. á Siglufirði hefur gert samstarfssamning við Brakkasamtökin. Tilgangur samstarfssamningsins er að gefa öllum í Brakkasamtökunum sem greinst hafa með stökkbreytingu í BRCA genum, græðandi vörurnar ChitoCare frá Primex þeim að kostnaðarlausu.
ChitoCare vörurnar eru náttúrulega græðandi og hafa reynst vel í að koma í veg fyrir örmyndun.