Pop-up útivistarverslunin Gangleri Outfitters opnar í húsi Björgunarsveitarinnar Tinds á Ólafsfirði, föstudaginn 31. janúar kl. 12:00-17:00. Útivistarverslunin Gangleri Outfitters sem hefur legið í dvala í næstum tvö ár hefur nú byrjað starfsemi sýna á ný sem farandsverslun og vefverslun.
Til sölu verður útivistarfatnaður, dúnúlpur, ullarnærföt og fleira sem er tilvalið fyrir veturinn ásamt blönduðum vörum (fatnað, gönguskór, bakpokar) á góðu verði. Fólk er beðið um að koma með poka með sér, þar sem þeir verða ekki til sölu og vörur nánast umbúðalausar.
10% af sölunni mun renna til styrktar Björgunarsveitarinnar Tinds.