Að vanda eru fjölbreyttir viðburðir á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði um páskana.  Í dag, föstudaginn langa kl. 12.30 – 14.30 munu ýmsir aðilar flytja úr val úr Passíusálmunum.

Í gær voru um 80 manns mættir á ljósmyndasýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar sem er opin nú um páskana á Ljóðasetrinu, og er um sölusýningu að ræða til styrkar setursins.

Laugardaginn 20. apríl kl. 16.00 verður útgáfuhóf í tilefni af útgáfu 6. heftis af 50 Gamansögum frá Siglufirði á Ljóðasetrinu.

Ljóðasetrið heldur einnig úti heimasíðu þar sem kynna sér má sögu setursins og helstu fréttir.