Páskadagskrá í Hrísey

Það er ýmislegt um að vera í Hrísey í páskavikunni. Kökubasar kvenfélagsins verður á Skírdag kl. 14:00 á Verbúðinni 66.  Kaffihlaðborð verður á Verbúðinni 66 á föstudaginn langa. Flóamarkaður verður í Sæborg laugardaginn 15. apríl kl. 14.00 – 17.00. Sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur messar í Hríseyjarkirkju á páskadag kl. 14.00.