Pálshús og Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar opna

Pálshús í Ólafsfirði opnar eftir miklar endurbætur laugardaginn 10. júní klukkan 15:00. Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar opnar sýninguna Flugþrá í nýjum húsakynnum safnsins í Pálshúsi við Strandgötu. Á sýningunni Flugþrá ber að líta alla íslensku varpfuglana ásamt því að fjallað er um flugþrá mannsins og sögu flugsins.  Myndlistarmaðurinn Kristinn G. Jóhannsson mun opna málverkasýninguna Farangur úr fortíðinni í nýjum myndlistarsal í húsinu. Við opnunina mun Ólöf Sigursveinsdóttir spila á selló og Bræðrabandið syngja nokkur lög en bandið skipa bræðurnir Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir.