Öxnadalsheiði lokaðist í dag skömmu eftir hádegi eftir að olíuflutningabíll valt. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Beinir lögreglan þeim tilmælum til vegfarenda að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð hvort sem menn eru á norður- eða suðurleið.

Umferð um Múlagöng er stjórnað af lögreglu. Langar raðir hafa myndast beggja vegna ganganna og umferðarstýring í gangi. Vegfarendur eru beðnir að sýna þolinmæði.

UPPFÆRT: Öxnadalsheiði hefur verið opnuð aftur.