Öskudagsskemmtun í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður uppá öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á öskudag, miðvikudaginn 6. mars kl. 15:15-16:15.  Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og þrautabraut verður í boði.  Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar.

Rúta fer frá grunnskólanum á Siglufirði kl. 14:50 og frá grunnskólanum í Ólafsfirði kl. 16:15.

Athugið að í ferðinni frá Ólafsfirði kl. 16:15 er ekki starfsmaður (gæsla).

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.