Áfangi, gistiheimili við Kjalveg

Húnavatnshreppur óskar eftir að ráða umsjónaraðila með ferðaþjónustu í Áfangaskála sumarið 2012. Um er að ræða tímabilið frá 20. júní  til 20. ágúst.

  • Svefnpláss er fyrir 32 í 8 herbergjum. Matsalur fyrir 40 manns, setustofa og heitur pottur.
  • Góð aðstaða er fyrir hesta, hesthús og tvö afgirt hólf.
  • Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húnavatnshrepps og í síma 452 4661.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum, eða á netfangið jens@emax.is

Umsóknarfrestur er til 14. mars 2012.