Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Reynir Sandgerði mættust í dag á Ólafsfjarðarvelli í næst síðustu umferðinni í 3. deild karla. KF þurfti sigur eða treysta á að KV myndi tapa stigum til að gulltryggja sitt sæti í 2. deildinni að ári. Strákarnir í KF hafa frá upphafi móts ætlað sér að komast upp um deild og hafa svo sannarlega staðið sig frábærlega sem liðsheild í sumar og Alexander Már hefur reynst gríðarlega mikill fengur fyrir liðið.

Liðin mættust í byrjun júlí og vann KF þá stórsigur 1-5 á útivelli, en reiknað var með erfiðari leik núna þar sem Reynir hefur náð í góð úrslit undanfarið og hafði aðeins tapað einum leik á útivelli í allt sumar. Hjá KF voru nokkur forföll þar sem tveir leikmenn voru í leikbanni, en Halldór markmaður og Jordan voru ekki með í þessum leik. Sindri Leó Svavarsson stóð í markinu og á bekknum var hinn gamalreyndi Þorvaldur Þorsteinsson sem var til taks sem varamarkmaður. Sonur hans var einnig á bekknum, Þorsteinn Már Þorvaldsson.

KF byrjaði því með þá Sindra Leó, Andra Snæ, Aksentije, Alexander Má, Grétar Áka,  Jakob Auðun, Vitor, Stefán Bjarka, Val Reykjalín, Ljubomir og Birki Frey, en á bekknum voru Þorvaldur Þorsteinss, Hákon Leó,  Óliver, Sævar, Tómas Veigar, Sævar Þór og Þorsteinn Már.

KF byrjaði með látum og Alexander Már var allt í öllu og skoraði fyrsta markið á 1. mínútu leiksins.  Frábær byrjun hjá KF. Alexander var aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark á 22. mínútu og kom KF í 2-0. Aðeins þremur mínútum síðar kom Alexander með þriðja markið og sitt 27. mark í deildinni í sumar. KF kom svo með fjórða markið eftir aðeins hálftíma leik, og var það Ljubomir Delic markið gerði, hans 6 mark í deild og bikar í sumar.

Reynir hafði engin svör í fyrri hálfleik og KF fór á kostum og var staðan 4-0 í hálfleik. Rólegra var yfir leiknum í síðari hálfleik enda KF með yfirburða forystu. Reynir gerði strax eina skiptingu í hálfleik og aðra þegar 10. mínútur  voru liðnar af síðari hálfleik. Þriðja skipting Reynis kom á 66. mínútu, en KF var mun sterkara liðið í leiknum.

KF gat leyft sér að gera fimm skiptingar á síðustu 15 mínútum leiksins og leyft fleiri strákum að njóta leiksins. Inná í síðari hálfleik komu:  Óliver, Sævar, Sævar Þór, Tómas Veigar og Þorsteinn Már.

Reynir lagaði stöðuna þegar nokkra mínútur voru eftir af síðari hálfleik og endaði leikurinn því 4-1. Með þessum sigri tryggði KF sér sæti í 2. deild að ári og fara upp ásamt Kórdrengjum. KFG og Tindastóll falla úr 2. deildinni í ár og leika í 3. deildinni.

KF á núna einn leik eftir gegn Einherja á Vopnafirði og verður leikinn laugardaginn 21. september kl. 14:00 á Vopnafjarðarvellinum.

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banka í Fjallabyggð eru færðar sérstakar þakkir fyrir stuðninginn í ár með umfjöllunum um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

Mynd frá Guðný Ãgústsdóttir.