Eins og undanfarin ár skipuleggur Orlofsnefnd húsmæðra í Eyjafirði orlof fyrir húsmæður.  Sérhver kona í Eyjafjarðarsýslu sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu er hjartanlega velkomin í ferðir.

Að þessu sinni verða eftirtaldar ferðir í boði:

  • 19. – 21. maí 2017: Borgarfjörður. Ekið með rútu í Borgarfjörðinn og gist á Hótel Bifröst. Í boði verða skoðunarferðir um Borgarfjörð. Innifalið er rútuferðin.
  • 22. júní 2017: Grímseyjarferð með Ambassador. Lagt verður af stað kl. 18:00 frá Akureyri og áætluð heimkoma um kl. 00:30. Farið verður í hvala- og lundaskoðunarferð, siglt yfir heimskautsbaug og borðað í félagsheimili Grímseyjar.
  • 3.- 5. nóvember 2017: Helgarferð að Löngumyri í Skagafirði.  Prjónanámskeið, harðangur ofl.
  • 26. apríl – 1. maí 2018: Vorferð til Cardiff. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.

Allar nánari upplýsingar um ferðirnar verður að finna á heimasíðu orlofsins www.orlofey.is og í síma orlofs húsmæðra 692 9210.

Skráning í ferðir á netfanginu: orlofey@gmail.com