Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið boðar til opins fundar í dag, í Hofi á Akureyri, um fiskeldi á Norðurlandi.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, en þar flytja framsögu fulltrúi veiðiréttarhafa og fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Fundurinn fer fram í Nausti í Hofi í dag, fimmtudaginn 11. júní og hefst klukkan 20:00.