Opið er í dag á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Opið er frá 10-16 í dag og verða tvær lyftur opnar samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni. Í dag fer fram Stubbamót SSS fyrir 10 ára og yngri.

Lokað var á svæðinu í gær en gríðarlega mikill snjór var á svæðinu og var allt á kafi. Moka þurfti veginn að skíðasvæðinu og frelsa vinnutæki sem voru á kafi í snjó.

Mynd frá Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði.
Myndir: Skíðasvæðið í Skarðsdal.

Mynd frá Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði.