Nú er allra síðasti dagurinn til að renna sér á Skíðasvæðinu í Skarðsdal. Svæðið opnaði kl. 11:00 í morgun og verður opið til 17:00 eða skemur. Ofur-Trölli skíðamót fer fram í dag á Siglufirði og má búast við fjölda manns að fylgjast með því í dag.  Fjallaskíðastemning er í Skarðsdal í dag, engar brekkur troðnar enda ekki hægt að troða svo mjúkan snjó. Nú dugar ekkert annað en breið og góð fjallaskíði og bretti.