Dagur kvenfélagskonunnar er þann 1. febrúar. Af því tilefni ætlar Kvenfélag Sauðárkróks að hafa opið hús í Borgartúni 2 (Skátaheimilinu) frá kl. 17. Þangað geta komið konur og karlar og fengið tilsögn í að setja í rennilása, stytta pils og buxur, fatabreytingar, prjóna sokkahæla og ýmislegt þess háttar.
Einnig getur fólk komið með sitt handverk til að vinna, sýna sig og sjá aðra. Saumavélar og það sem til þarf verður á staðnum.