Opið hús í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki

Í tilefni af degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar verður opið hús á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki. Þangað verður gestum og gangandi boðið að koma og fylgjast með daglegu starfi leikskólans bæði úti og inni.  Í Ársölum er ávallt mikið líf og fjör og margt brasað daginn út og inn en engar sérstakar uppákomur verða í tilefni dagsins en hver dagur í leikskólanum er sérstakur og alltaf nýjar og spennandi uppgötvanir segja forsvarsmenn leikskólans.

Vegna ungs aldurs barnanna á yngra stigi er ekki opið hús þar en á degi leikskólans verður birt myndband á Youtube um starfið á báðum stigum. Myndbandið er unnið af starfsmönnum Ársala og ætti að gefa góða mynd af því starfi sem fram fer með börnunum á leikskólanum.