Opið hús í Iðju á Sauðárkróki

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 3. desember kl. 10:00-15:00. Að venju verður ýmislegt góðgæti á boðstólum ásamt jólate iðjusamra og góður gestur mætir í hús og skemmtir kl. 14:00.