Miðvikudaginn 25. september munu nemendur 6.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ.  Hlaupið hét áður Norræna skólahlaupið.

Að þessu sinni hafa nemendur ákveðið að láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði.

Nemendur hlaupa 2,5 km hring og geta þau að hámarki hlaupið 4 hringi eða 10 km.  Upphæðin á hvern hring er 250 krónur eða að hámarki 1000 krónur á hvern styrktaraðila.

Vonast er eftir góðum undirtektum íbúa.

Mynd: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon